Polar Amaroq að landa í Helguvík í morgun.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirÍ gær kom fyrsta loðnan á vertíðinni til Helguvíkur þegar Vilhelm Þorsteinsson EA landaði þar 260 tonnum. Síðan kom Beitir NK þangað til löndunar með rúmlega 500 tonn og grænlenska skipið Polar Amaroq er nú að landa þar á milli 1600 og 1700 tonnum. Eggert Ólafur Einarsson verksmiðjustjóri  í Helguvík reiknar með að verksmiðjan verði gangsett í kvöld. Segir hann að þeir í Helguvík séu að fá loðnu á þessari vertíð mun fyrr en í fyrra en þá barst fyrsta loðnan ekki fyrr en 24. febrúar. Verksmiðjan í Helguvík tók á móti 28.154 tonnum af loðnu á síðustu vertíð en lokalöndun á vertíðinni átti sér þá stað 20. mars.