Norska loðnuskipið Malene S (áður Börkur NK) bíður löndunar í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonNorska loðnuskipið Malene S (áður Börkur NK) bíður löndunar í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonVinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur gengið vel á yfirstandandi loðnuvertíð. Nánast öll loðna sem unnin hefur verið hafa norsk skip komið með að landi en þó landaði Beitir NK 200 tonnum í gær fyrst íslenskra skipa. Færeyska skipið Fagraberg kom síðan með 250 tonn í gærkvöldi. Nú er verið að landa úr norska skipinu Kettlin sem kom með 330 tonn og Malene S (áður Börkur NK) bíður með 190 tonn.
 
Um þessar mundir hafa hátt í 7000 tonn af loðnu verið fryst í fiskiðjuverinu á vertíðinni.