Birtingur NK með gott kast á síðunni. Ljósm. Örn Rósmann KristjánssonBirtingur NK með gott kast á síðunni. Ljósm. Örn Rósmann KristjánssonAlla helgina voru unnin loðnuhrogn í fiskiðjuverinu í Neskaupstað og hefur vinnslan  gengið vel. Lokið var við að vinna hrogn úr afla Beitis NK snemma í morgun og þá hófst vinnsla úr Bjarna Ólafssyni AK. Sömu sögu er að segja frá Helguvík. Þar hefur vinnslan verið samfelld síðustu daga og gengið vel að sögn Guðjóns Helga Þorsteinssonar.
 
Bátarnir fengu takmarkaðan tíma til að athafna sig á miðunum á Breiðafirði í gær. Aflinn var þokkalegur en í gærkvöldi var enn á ný komin bræla. Veðrið ætti að ganga niður nú með kvöldinu og svo merkilega vill til að veðurútlit fyrir næstu daga er býsna gott.
 
Birtingur NK fyllti í gær og er á austurleið. Mun hrygnuhlutfall í aflanum vera hátt. Vilhelm Þorsteinsson EA og Polar Amaroq fengu 1400-1500 tonn og héldu til Helguvíkur. Börkur NK fékk 1400 tonn og liggur nú í vari við Snæfellsnes og bíður þess að veðrið gangi niður.