
Bátarnir fengu takmarkaðan tíma til að athafna sig á miðunum á Breiðafirði í gær. Aflinn var þokkalegur en í gærkvöldi var enn á ný komin bræla. Veðrið ætti að ganga niður nú með kvöldinu og svo merkilega vill til að veðurútlit fyrir næstu daga er býsna gott.
Birtingur NK fyllti í gær og er á austurleið. Mun hrygnuhlutfall í aflanum vera hátt. Vilhelm Þorsteinsson EA og Polar Amaroq fengu 1400-1500 tonn og héldu til Helguvíkur. Börkur NK fékk 1400 tonn og liggur nú í vari við Snæfellsnes og bíður þess að veðrið gangi niður.