Að aflokinni nokkurra daga brælu er loðnuveiði hafin á
ný. Í gær og fyrradag voru skipin bæði
að veiða í troll og nót og síðastliðna nótt var mokveiði í trollið.
Erika er á landleið til Neskaupstaðar með 700 tonn sem
fengust í nót. Sá afli fer í frystingu í fiskiðjuveri SVN.
Beitir NK heldur væntanlega til veiða í dag en Börkur NK er í höfn. Gert er ráð fyrir að Beitir veiði í trollið.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við
loðnumælingar og bíða menn spenntir ákvörðunar um hvort bætt verður við kvótann
eður ei