Í kvöld fer fram loðnuvertíðarslútt í Egilsbúð hjá starfsfólki Síldarvinnslunnar. Þar verður fagnað lokum góðrar vertíðar.
Áður en hið sameiginlega slútt hefst munu sjómennirnir af skipunum koma saman á Hótel Capitano, starfsfólk fiskiðjuvers og fiskimjölsverksmiðju í Egilsbúð og starfsfólk skrifstofu á skrifstofunni.
Kl. 23:00 munu síðan allir hóparnir sameinast á Papaballi í Egilsbúð og skemmta sér saman. Síldarvinnslan býður starfsfólki og mökum á slúttið en aðrir geta borgað sig kr. 2.000.- inn á ballið. Aðgangseyririnn mun renna óskiptur til Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.