Börkur NK landar í dag um 1.000 tonnum af loðnu sem skipið fékk á miðunum vestan við Vestmannaeyjar og fer loðnan til vinnslu hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Birtingur NK og Börkur NK lönduðu samtals um 1.500 tonnum af gulldeplu í Helguvík í síðustu viku.

Bjartur NK landaði á föstudag um 60 tonnum og var uppistaða aflans ufsi, ýsa og karfi.  Bjartur NK hélst aftur til veiða á laugardag.
Barði NK er að veiðum.