Segja má að loðnan renni austur þessa dagana og hafa skip landað loðnu nær daglega hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf., þá lönduðu norsk veiðiskip afla sínum bæði á Seyðisfirði og Norðfirði í síðustu viku.
Börkur NK landaði um 1.300 tonnum á fimmtudag og föstudag, Súlan EA og Bjarni Ólafsson AK lönduðu á laugardag og sunnudag samtals um 1.200 tonnum og í gær og í dag landar grænlenska skipið Erika GR um 700 tonnum. Nær allur þessi afli fer til vinnslu hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Börkur NK er að veiðum
Bjartur NK landar í dag um 66 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.
Barði NK er að veiðum.