Loðnuveiði gekk ágætlega í gær en fá skip voru á miðunum blíðu veðri en veiðin er mun daufari á nóttunni heldur en á daginn.
Unnið var úr Beiti NK í frystihúsinu í gær en hann kom með um 1.600 tonn.
Hákon EA kom í gærkvöldi með um 700 tonn í frystingu og bræðslu og heldur hann aftur til veiða í dag.
Börkur NK landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og er að farinn aftur til veiða.
Vilhelm EA landaði í gær frystum afurðum og til bræðslu.
Kristina er komin í land og landar í Neskaupstað í dag bæði frystum afurðum og til bræðslu.