Hákon EA er að landa í Neskaupstað um 1.000 tonnum og þar af 400 tonnum í frystingu.  Erika fyllti í gærkvöldi og er að landa á Seyðisfirði.  Kristina landaði í Neskaupstað í gær um 600 tonnum í bræðslu en einnig landaði hún frosnum afurðum og mjöli.
Börkur NK landaði á Seyðisfirði í gær og hélt strax aftur til veiða.  Beitir NK landaði fullfermi um helgina bæði á Seyðisfirði og Neskaupstað.

Barði NK heldur til veiða í kvöld.
Bjartur NK kom í morgun með rúmlega 99 tonn og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.