Beitir NK landaði 2.100 tonnum af loðnu á Seyðisfirði í gær og heldur aftur til veiða í dag eftir veiðafæraskipti.
Börkur NK er að landa 1.550 tonnum á Seyðisfirði í dag og heldur strax aftur til veiða.
Vilhelm EA landaði 1.800 tonnum á Norðfirði í gær og er að veiðum og Bjarni Ólafsson AK er að landa um 900 tonnum á Norðfirði í dag.
Barði NK og Bjartur NK eru báðir að veiðum og eru væntanlegir til löndunar á miðvikudaginn.