Góð veiði hefur verið á loðnumiðunum síðustu daga.

Beitir NK kom á miðin í gærmorgun og er að veiðum.  Hákon EA fyllti í gær og verður í Neskaupstað í kvöld.  Börkur NK landaði á Seyðisfirði í nótt og heldur strax til veiða og búið er að landa.  Erika fyllti í gærmorgun og er á leiðinni til Seyðisfjarðar. Bjarni Ólafsson AK er á leiðinni á miðin en hann var að landa fullfermi í Neskaupstað í gær.  Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með fullfermi en bæði er unnið í frystingu og bræðslu í Neskaupstað.  Vilhelm EA landaði um 1.600 tonnum í Helguvík í nótt og er á leiðinni á miðin.