Beitir NK og Börkur NK eru báðir á landleið með fullfermi, Beitir NK fer á Seyðisfjörð og Börkur NK á Norðfjörð.
Bjarni Ólafsson AK er væntanlegur til Norðfjarðar í kvöld með fullfermi.

Bjartur NK landaði um 78 tonnum á miðvikudaginn og var uppistaða aflans þorskur, hann hélt aftur til veiða í gær.
Barði NK heldur til veiða í dag.