Börkur NK leitar nú að loðnu fyrir s-austur og suðurlandi en hefur lítið séð.
Margrét EA landar um 700 tonnum af loðnu sem fer til frystingar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Birtingur NK landaði um 500 tonnum af gulldeplu í Helguvík í fyrradag og hélt aftur til veiða í gær.

Barði NK landaði á Norðfirði í gær frystum afurðum að verðmæti um 45 milljónir.
Bjartur NK landar á Norðfirði í dag um 65 tonnum af fiski og er uppistaða aflans þorskur.  Bjartur NK heldur aftur til veiða á morgun.