Góð veiði hefur verið á loðnumiðunum og skipin verið í stanslausum ferðum á milli miða og hafna undanfarna daga.
Vilhelm EA verður á Seyðisfirði með fullfermi í dag, Erika landaði í Helguvík í gær og eru að veiðum. Hákon EA er að landa í Neskaupstað. Bjarni Ólafsson AK er á leið á miðin.
Beitir NK og Börkur NK eru á leið til Norðfjarðar með fullfermi og er væntanlegir í dag og nótt. Birtingur NK er kemur í nótt með fullfermi til Seyðisfjarðar.
Barði NK er væntanlegur í fyrramálið til Norðfjarðar.
Bjartur NK er að fara í togararall Hafró á morgun.