Börkur NK kom í nótt með fyrstu loðnu þessarar loðnuvertíðar.  Var hann með um 1.300 tonn af stórri og fallegri loðnu til frystingar í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.  Reiknað er með að frystingin taki á annan sólarhring en þess má geta að frystiafköst á sólarhring er um 450 tonn. 

Súlan EA hélt til loðnuveiða í morgun og Börkur NK heldur til veiða um leið og búið er að vinna aflann.