Núna er að síga á seinni hluta loðnuvertíðarinnar en hafa veður verið okkur frekar óhagstæð. Hafa skipin okkar verið að landa hrognum bæði í Neskaupstað og í Helguvík.
Beitir NK er á leið til Neskaupstaðar með um 1.900 tonn. Börkur NK landaði 800 tonnum í Helguvík í gær og er að veiðum. Birtingur NK er að veiðum. Vilhelm EA landaði 600 tonnum í Helguvík í gær. Erika er að landa 750 tonnum í Helguvík í dag. Bjarni Ólafsson kom til Neskaupstaðar um miðnætti í gær og er verið að vinna hrogn úr honum.
Bjartur NK er væntanlegur í land á fimmtudagskvöld. Barði NK er að veiðum.