Löndunarbið í Helguvík.  Ljósm. Eggert Einarsson

Í gær var mokveiði á loðnumiðunum út af Breiðafirði. Þarna er án efa um vestangöngu að ræða og verða skipin vör við töluvert magn af loðnu á miðunum.

Hrognaþroski loðnunnar sem nú veiðist er nokkuð misjafn og hjá Síldarvinnslunni verður kannað með hrognatöku þegar afli berst að landi.

Öll skip Síldarvinnslunnar fylltu sig í gær og í morgun og eru á landleið með fullfermi.