Bergur VE leggst að bryggju. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu á sunnudaginn í heimahöfn að aflokinni stuttri veiðiferð. Þeir héldu til veiða seint á fimmtudagskvöld þannig að einungis var verið um tvo sólarhringa að veiðum. Ástæða þess að skipin voru kölluð inn til löndunar var sú að fisk vantaði til vinnslu.

Afli Vestmannaeyjar var 30 tonn og afli Bergs 46 tonn. Hjá báðum skipum var aflinn að mestu þorskur og ufsi.

Skipin héldu út strax að löndun lokinni og hófu veiðar á Pétursey en hörfuðu fljótlega á Selvogsbankann vegna veðurs.