Þessa dagana er haldið tveggja daga lyftaranámskeið fyrir starfsfólk Síldarvinnslunnar. Námskeiðið er á vegum Vinnueftirlits ríkisins og er Jónas Þór Jóhannsson leiðbeinandi. Námskeiðið sitja 13 starfsmenn og er um helmingur þeirra stúlkur.
Á námskeiðinu er fjallað um öryggi, réttindi og skyldur ásamt því að vélum og búnaði eru gerð skil. Að sögn Jónasar Þórs gengur námskeiðið vel og eru þátttakendur áhugasamir. „Það er einstaklega gleðilegt hvað kvenfólk er að koma sterkt inn á þetta svið en en hlutur þeirra fer vaxandi hjá stærstu fyrirtækjunum hér eystra. Konur hafa reynst afar vel sem vinnuvélastjórnendur og eru oft bæði lagnari og gætnari en við karlmennirnir“, sagði Jónas Þór.