Kristina EA landar hjá Síldarvinnslunni. Ljósm. Hákon ErnusonMakríl- og síldarvertíð hófst hjá skipum Síldarvinnslunnar í júlímánuði og veiðum á íslenskri sumargotssíld lauk  um 20. nóvember.  Hér á eftir verður gefið yfirlit um þessar veiðar og hvernig aflinn var unninn. 

Sá afli sem kom til vinnslu í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar á veiðitímabilinu nam alls 48.078 tonnum, þar af var makríll 18.731 tonn, norsk-íslensk síld 12.420 tonn og íslensk sumargotssíld 16.927 tonn. Megnið af aflanum kom frá þremur veiðiskipum, Beiti NK, Berki NK og Bjarna Ólafssyni AK. Að auki lögðu Birtingur NK og Bjartur NK upp lítilsháttar afla til vinnslu í fiskiðjuverinu. Aflinn skiptist á skipin sem hér segir:

   Makríll Norsk-íslensk síld   Íslensk síld
Börkur NK  6.749  5.722  7.988
Beitir NK  6.022  4.648   6.750
Bjarni Ólafsson AK  5.347  2.050  2.189
Bjartur NK  185    
Birtingur NK 428     

Fyrir utan þann makríl- og síldarafla sem landað var til vinnslu í fiskiðjuverinu lönduðu fjögur vinnsluskip frystum makríl og síld í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Frystar afurðir þeirra námu samtals 22.215 tonnum og skiptast þannig á milli skipanna:

Vilhelm Þorsteinsson EA    9.823 tonn
Kristina EA 8.131 tonn
Hákon EA 3.915 tonn   
Barði NK    346 tonn

Þá lönduðu vinnsluskipin til mjöl- og lýsisvinnslu um 8.300 tonnum af afskurði og fiski sem flokkaðist frá við vinnsluna um borð. Kristina EA landaði 125 tonnum af mjöli en fiskimjölsverksmiðja er um borð í skipinu.

Á framansögðu má sjá að alls bárust um 78.600 tonn af makríl, norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld til Neskaupstaðar á umræddu veiðitímabili.