Börkur NK á landleið.  Ljósm. Þorgeir BaldurssonBörkur NK kom til hafnar í Neskaupstað í nótt með 870 tonn af norsk-íslenskri síld sem fékkst í færeysku lögsögunni. Allur aflinn fer til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Þar með er makríl- og síldarvertíðinni sem hófst í júní lokið hjá skipum Síldarvinnslunnar en Beitir NK landaði sínum síðasta síldarfarmi sl. þriðjudag.

Vinnsluskipin Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA eru enn að veiðum en þau landa afla sínum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.