Beitir NK. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK. Ljósm. Hákon ErnusonNú er unnið að því að undirbúa fiskiðjuver og fiskimjölsverksmiðjuna í Neskaupstað fyrir væntanlega síldar- og makrílvertíð. Fyrir komandi vertíð er búið að ráða hátt í 50 sumarstarfsmenn á vaktir í fiskiðjuverinu. 
 
Beitir NK lagði úr höfn á miðnætti í gær og hóf leit í Rósagarðinum og mun líklega hefja veiðar síðar í dag. Þá hafa heyrst fregnir af góðri makrílveiði austan og vestan við Vestmannaeyjar. 
Ráðgert er að Börkur NK fari út annað kvöld og að vaktir í fiskiðjuverinu gætu hafist um helgina.