Unnið er að innanhússfrágangi í nýjustu viðbyggingu fiskiðjuversins. Ljósm. Smári GeirssonUnnið er að innanhússfrágangi í nýjustu viðbyggingu fiskiðjuversins. Ljósm. Smári GeirssonUm þessar mundir er unnið hörðum höndum í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Í fyrsta lagi er verið að vinna að innanhússfrágangi við eitt þúsund fermetra viðbyggingu og í öðru lagi er undirbúningur að uppsetningu nýrra frystiskápa hafin en þeir verða settir upp í ágústmánuði. Jafnframt þessu er fjölmörgum viðhaldsverkefnum sinnt og unnið að endurbótum á tækjabúnaði. Umrædd viðbygging reis í fyrrasumar en sumarið 2014 var reist önnur þúsund fermetra viðbygging sem hýsir búnað til brettunar og pökkunar á afurðum. Viðbyggingarnar og nýr og aukinn tækjabúnaður eru liðir í því að auka afköst fiskiðjuversins. Frystiafköst versins í loðnu eru nú um 600 tonn á sólarhring en stefnt er að því að þau verði 1000 tonn í framtíðinni.
 
Lögð er áhersla á að nauðsynlegustu framkvæmdum í verinu verði lokið áður en vinnsla á makríl og síld hefst um miðjan júlímánuð.