Frystum makríl skipað út í Norðfjarðarhöfn í morgun. Ljósm. Smári GeirssonFrystum makríl skipað út í Norðfjarðarhöfn í morgun. Ljósm. Smári GeirssonÍ Norðfjarðarhöfn liggja nú tvö flutningaskip og lesta frystan makríl. Annað þeirra, Green Brazil, tekur 4000 tonn og hitt, Green Explorer, tekur 1000 tonn. Á sama tíma er Börkur NK að landa tæplega 1000 tonnum til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Heimir Ásgeirsson, yfirverkstjóri í frystigeymslum Síldarvinnslunnar, segir að mikilvægt sé að losa úr geymslunum enda sé sífellt streymi á frystum fiski inn í þær. „Við erum alltaf að taka á móti frystum afurðum til geymslu. Vilhelm Þorsteinsson EA landaði um 500 tonnum sl. nótt og Hákon EA mun landa 650 tonnum á laugardag. Þá framleiðir fiskiðjuverið af fullum krafti allan sólarhringinn. Það er því mikilvægt að afurðirnar fari frá okkur jafnt og þétt,“ sagði Heimir.