Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er þessa dagana ýmist unninn makríll eða síld. Aðfaranótt sunnudags var lokið við að vinna 1.200 tonna síldarfarm úr Berki NK og að því loknu hófst vinna á 370 tonnum af makríl úr Beiti NK. Þá var röðin komin að Margréti EA sem kom með 1.100 tonn, helmingurinn makríll og helmingurinn síld. Skipið kom við á síldarmiðunum austur af landinu á leið af makrílmiðunum. Þá var röðin komin að Beiti NK á ný en hann kom með 1.200 tonn af síld sem nú er verið að vinna. Bjarni Ólafsson AK er síðan á landleið með tæplega 500 tonn af makríl og Börkur NK kemur í kjölfar hans með tæplega 600.