Margrét EA að landa 1100 tonnum til vinnslu. Helmingur aflans var makríll og helmingurinn síld. Ljósm. Smári GeirssonMargrét EA að landa 1100 tonnum til vinnslu. Helmingur aflans var makríll og helmingurinn síld.
Ljósm. Smári Geirsson
Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er þessa dagana ýmist unninn makríll eða síld. Aðfaranótt sunnudags var lokið við að vinna 1.200 tonna síldarfarm úr Berki NK og að því loknu hófst vinna á 370 tonnum af makríl úr Beiti NK. Þá var röðin komin að Margréti EA sem kom með 1.100 tonn, helmingurinn makríll og helmingurinn síld. Skipið kom við á síldarmiðunum austur af landinu á leið af makrílmiðunum. Þá var röðin komin að Beiti NK á ný en hann kom með 1.200 tonn af síld sem nú er verið að vinna. Bjarni Ólafsson AK er síðan á landleið með tæplega 500 tonn af makríl og Börkur NK kemur í kjölfar hans með tæplega 600.