Bjarni Ólafsson AK að makrílveiðum. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBjarni Ólafsson AK að makrílveiðum.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Það hefur svo sannarlega verið rólegt yfir makrílveiðunum að undanförnu. Skipin hafa leitað bæði fyrir vestan og austan land með litlum árangri. Börkur NK kom með makríl- og síldarfarm til Neskaupstaðar af Austfjarðamiðum sl. mánudag og Bjarni Ólafsson AK kom síðan með makríl að vestan á miðvikudag. Í gær landaði Vilhelm Þorsteinsson EA frystum makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar.
 
Beitir NK leitaði austur af landinu í vikunni ásamt fleiri skipum. Þar varð lítið vart við makríl en hins vegar reyndist þar vera töluvert af síld. Hann kom til löndunar í Neskaupstað í gær með um 300 tonn af síld.
 
Síðustu dagana hafa makrílskipin stefnt í Smuguna og þar hefur verið nokkur veiði. Börkur hóf veiðar í Smugunni í morgun og Bjarni Ólafsson stefnir þangað hraðbyri.