Bjarni Ólafsson AK siglir inn Norðfjörð með makrílfarm, fjær er frystiskipið Hákon EA. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK siglir inn Norðfjörð með makrílfarm, fjær er frystiskipið Hákon EA. Ljósm. Hákon Ernuson
Í gærmorgun var lokið við að landa 800 tonnum af makríl úr Berki NK í fiskiðjuverið í Neskaupstað. Beitir NK kom síðan í gær með 580 tonn sem nú er verið að vinna. Þá mun Bjarni Ólafsson AK vera væntanlegur í dag með 300 tonn. Þegar vinnslu á aflanum úr Bjarna Ólafssyni lýkur á morgun verður gefið frí í fiskiðjuverinu yfir verslunarmannahelgina og mun starfsfólkið fá tækifæri til að njóta veglegrar Neistaflugshátíðar.
 
Frystiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA hafa að undanförnu landað frystum makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Vilhelm hefur landað tvisvar, samtals tæplega 1000 tonnum og Hákon landaði sl. laugardag og sunnudag rúmlega 700 tonnum.