Beitir NK að landa í fiskiðjver Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK að landa í fiskiðjver Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi og er að landa til vinnslu í fiskiðjuverinu. Aflinn er 560 tonn, þar af tæp 500 tonn síld. Heimasíðan ræddi við Sturlu Þórðarson skipstjóra og sagði hann að mun erfiðara væri að eiga við makrílinn en undanfarin ár. „Makríllinn hefur verið erfiður viðureignar núna. Hann gefur sig stundum hér og stundum þar og þá yfirleitt í stuttan tíma og stundum gefur hann sig hvergi. Vegna erfiðleika við að ná makríl var ákveðið að fara í síld í þessum túr til að halda uppi vinnslu í fiskiðjuverinu. Síldin er þokkalega góð og við fengum hana djúpt út í Norðfjarðardýpi, um 50 mílur frá bryggjunni hérna beint í austur. Nú er eitthvað að rætast úr makrílveiðinni og skipin hér eystra hafa fengið afla í nótt og í morgun. Það er vonandi góðs viti,“ sagði Sturla.
 
Gera má ráð fyrir að löndun úr Beiti ljúki í kvöld.