Makríll unninn í fiskiðjuverinu. Ljósm: Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirBeitir NK kom til Neskaupstaðar í morgun með um 460 tonn af makríl og síld og er nú verið að landa úr honum í fiskiðjuverið. Mikill meirihluti aflans er makríll en um 80 tonn er síld.

Makríllinn sem borist hefur að landi að undanförnu er mun betri en sá makríll sem barst fyrr á vertíðinni og er farmurinn úr Beiti staðfesting á því. Eftir því sem fiskurinn verður betri gengur vinnslan betur og eru menn ánægðir með þessa þróun eins og gefur að skilja.