Hluti makrílflotans íslenska er nú að veiðum í íslenskum sjó, veiðin hefur verið misjöfn á milli skipa.  Fiskurinn sem er að fást er stór Makríll.  Að sama skapi hefur veiðin dregist saman í  smugunni austan við línu,  núna er kaldi á miðunum og er alltaf erfiðara að eiga við makrílinn við slíkar aðstæður.  Bindum við vonir við að fiskurinn sé að færast meira inn til okkar.    Einnig er veiði austanmegin í smugunni við noregslínuna, en fiskurinn er mun smærri þar. 

Makrílvertíðin hefur gengið þokkalega veiðilega séð, en það er mikið fyrir veiðinni haft og veiðisamstarf skipanna hefur verið forsenda fyrir því að menn eru að ná árangri.  En enn vantar herslumuninn uppá að kvótinn náist og segja má að lokasprettur vertíðarinnar sé hafinn.  Veiðin hefur verið blettót það sem af er vertíð, komið dagar með góðri veiði og síðan lakara inná milli eins og gengur.