Samfelld makríl- og síldarvinnsla hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar síðan í byrjun júní. Unnið er á 12 tíma vöktum allan sólarhringinn. Makríllinn er hausskorinn eða heilfrystur sendur til Afríku og Austur-Evrópu. Krakkarnir sem eru í sumarvinnu eru hæstánægðir með þetta uppgrip. Þrír bátar eru að veiðum, Börkur NK, Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK og koma þeir með daglega um 350-400 tonn. Togarinn Bjartur NK mátti taka 3 túra og gekk það eins og í sögu og komu þeir með góðan markíl.