Börkur kom til hafnar í Neskaupstað í gærmorgun með um 800 tonn og var einungis um helmingur aflans makríll. Alls hefur tæplega 5000 tonnum af makríl verið landað í Neskaupstað til þessa á vertíðinni og auk þess hafa tæplega 1800 tonn af síld borist á land.
Vinnslan í fiskiðjuverinu hefur gengið vel en ávallt tekur nokkurn tíma í upphafi vertíðar að fá allar vélar til að virka eins og ætlast er til. Þá hefur verið tekinn í notkun nýr búnaður í verinu sem farinn eru að skila sínu hlutverki ágætlega.
Makrílveiðin í ár hófst fyrr en undanfarin ár og virðist vera að makríllinn sé að mjög takmörkuðu leyti genginn inn í íslenska lögsögu. Hafa ber í huga að veiðar fóru einnig hægt af stað á vertíðinni í fyrra.