DSC03050A

                                   Iðnaðarmaður að störfum í Berki NK.    Ljósm. Hákon Ernuson

 

                Þessa dagana er unnið að ýmsum lagfæringum og umbótum fyrir makrílvertíðina. Á Berki er unnið að því að koma upp búnaði til að dæla afla frá afturskipi og á Beiti er ýmsum viðhaldsverkefnum sinnt. Þá er unnið að umbótum og lagfæringum í fiskiðjuverinu en þar eru jafnframt hafnar af krafti framkvæmdir við 1000 fermetra viðbyggingu. Vegna þessara verkefna hefur þurft að fá til Neskaupstaðar iðnaðarmenn í verulegum mæli og meðal annars starfa fimm rúmenskir járniðnaðarmenn um borð í Berki .

                Áformað er að skipin haldi til makrílveiða hinn 7. júlí og fiskiðjuverið verði tilbúið að hefja vinnslu hinn 10. júlí. Ekki hefur enn verið ráðið í öll störf á vöktum í fiskiðjuverinu. Þeir sem hafa áhuga á slíkum störfum geta sótt um á heimasíðu Síldarvinnslunnar (www.svn.is).

DSC03051A

                              Framkvæmdir við fiskiðjuver Síldarvinnslunnar.    Ljósm. Hákon Ernuson