Börkur NK kemur til löndunar í dag. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK kemur til löndunar í dag. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK kom með fyrsta makrílaflann á vertíðinni til vinnslu í fiskiðjuverinu í Neskaupstað sl. föstudag. Afli skipsins var 540 tonn sem fékkst í fjórum holum suðaustur af Vestmannaeyjum. Bjarni Ólafsson AK kom síðan með 300 tonn til vinnslu á sunnudagsmorgun.
 
Börkur NK er á landleið með 545 tonn og Beitir NK einnig, en afli hans er um 600 tonn. Skipin hafa verið að veiðum bæði  vestan og austan við Vestmannaeyjar.
 
Vinnslan í fiskiðjuverinu hefur farið vel af stað og mun væntanlega fljótlega komast góður taktur í vertíðina.