Margrét EA landaði í gær um 70 tonnum af norsk-íslenskri síld til vinnslu.  Bjarni Ólafsson AK landar í dag um 1.000 tonnum af síld sem skipið fékk á miðunum við Grundarfjörð.  Afli Bjarna Ólafssonar AK fer einnig til vinnslu í fiskiðjuveri SVN.  Súlan landaði í nótt um 900 tonnum í bræðslu.  Börkur NK er að veiðum.

Bjartur NK landaði í gær um 60 tonnum, uppistaða aflans var karfi og ýsa.  Barði NK er að veiðum.