Margrét Þórðardóttir í kveðjusiglingunni með starfsfélögum sínum á skrifstofu Síldarvinnslunnar þeim Jóni Má Jónssyni, Sindra Sigurðssyni og Axel Ísakssyni. Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonSíðastliðinn föstudag lét Margrét Þórðardóttir af störfum hjá Síldarvinnslunni. Hún hafði starfað hjá fyrirtækinu í tæplega 18 ár og mörg undanfarin ár hefur hún verið einkaritari framkvæmdastjóra. Störf Margrétar voru þess eðlis að hún þurfti að vera í samkiptum við marga og má því segja að hún hafi verið einskonar andlit fyrirtækisins út á við.  Eitt af síðustu verkum Margrétar var að veita Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar forstöðu en þar var um að ræða athyglisvert brautryðjandaverkefni.
 
Í lok síðasta vinnudags kvaddi starfsfólk skrifstofu Síldarvinnslunnar Margréti með virktum og fór kveðjuathöfnin fram á meðan siglt var um Norðfjarðarflóann í blíðviðri.
 
Margrétar verður sárt saknað en hún heldur nú til náms í Keili. Síldarvinnslan vill þakka henni góð störf í þágu fyrirtækisins og það er aldrei að vita nema kynnin verði endurnýjuð að námstímanum loknum.