Landað í Eyjum. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs – Hugins og Bergs, voru menn fljótir að jafna sig eftir þjóðhátíðargleðina í Eyjum. Bergur VE hélt til veiða strax eftir hádegi sl. mánudag og var kominn til löndunar með fullfermi um hádegi á miðvikudag. Aflinn var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Farið var út á ný að löndun lokinni og stefnan sett á karfamið í Skerjadýpinu. Ráðgert er að Bergur landi síðan á sunnudaginn í Þorlákshöfn.

Vestmannaey VE hefur að undanförnu verið í slipp í Reykjavík en stefnt er að því að hún haldi til veiða á laugardagskvöld.