Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni var mestum fiskafla á landinu landað í Neskaupstað á árinu 2020. Á árinu var 163.953 tonnum landað í Neskaupstað en þar er að mestu um uppsjávartegundir að ræða. Þá er Neskaupstaður í þriðja sæti hafna ef horft er á verðmæti landaðs afla. Verðmæti þess afla sem landað var í Neskaupstað á árinu nam rúmlega 11,5 milljörðum króna.
Eftirfarandi tíu hafnir tóku á móti mestum afla árið 2020:
Löndunarhöfn | Magn (tonn) |
Neskaupstaður | 163.953 |
Vestmannaeyjar | 100.766 |
Eskifjörður | 94.880 |
Vopnafjörður | 93.744 |
Reykjavík | 62.435 |
Grindavík | 46.762 |
Hornafjörður | 42.489 |
Fáskrúðsfjörður | 35.099 |
Þórshöfn | 34.205 |
Siglufjörður | 32.149 |
Eftirfarandi tíu hafnir voru með mest aflaverðmæti á árinu 2020:
Löndunarhöfn | Verðmæti (þúsundir kr) |
Reykjavík | 17.155.644 |
Grindavík | 12.148.198 |
Neskaupstaður | 11.505.670 |
Vestmannaeyjar | 11.433.329 |
Siglufjörður | 9.023.025 |
Sauðárkrókur | 6.388.414 |
Ísafjörður | 5.048.218 |
Hafnarfjörður | 4.725.615 |
Eskifjörður | 4.723.722 |
Hornafjörður | 4.666.172 |