Mestum uppsjávarafla var landað í Neskaupstað árið 2013.  Ljósm. Guðlaugur BirgissonSamkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu var mestum uppsjávarafla á árinu 2013 landað í Neskaupstað eða 201.169 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum eða 173.297 tonnum og í þriðja sæti var Vopnafjörður með 86.491 tonn. Alls nam uppsjávaraflinn á árinu 924 þúsund tonnum og var uppistaða hans loðna, síld og makríll.