Vestmannaey VE kemur til löndunar í gær. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson Vestmannaey VE kemur til löndunar í gær.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson
Ánægðir sjómenn að loknu vel heppnuðu ári. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonÁnægðir sjómenn að loknu vel heppnuðu ári.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson
Á árinu sem nú er að líða hafa skip Bergs-Hugins aflað 10.300 tonna að verðmæti 2.760 milljónir króna. Er þetta mesti afli sem skip félagsins hafa komið með að landi á almanaksári og einnig mesta aflaverðmæti. Aflinn eykst um 150 tonn á milli ára og verðmætin um 350 milljónir.
 
Í júlímánuði sl. fékk Bergur-Huginn afhent nýtt skip sem fékk nafnið Vestmannaey og í kjölfar þess fékk gamla Vestmannaey nafnið Smáey. Bergey var seld til Grundarfjarðar sl. haust og fluttist þá áhöfn hennar yfir á Smáey. Ný Bergey var síðan afhent félaginu 1. október sl. og mun hún hefja veiðar eftir áramót.
 
Á árinu fiskaði Bergey 4.414 tonn að verðmæti 1.140 milljónir, Smáey (áður Vestmannaey) fiskaði 5.232 tonn að verðmæti 1.420 milljónir og nýja Vestmannaey fiskaði 655 tonn að verðmæti 200 milljónir króna. Afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) er mesti afli sem eitt skip Bergs-Hugins hefur aflað á almanaksári en í fyrra aflaði Bergey 5.230 tonna þannig að það munar 2 tonnum.
 
Vestmannaey landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær og Smáey er að landa í dag. Áhafnir skipanna munu nú fá jólafrí eftir afar gott ár.