Hnúfubakur í nótinni hjá Polar Amaroq. Ljósm. Geir Zoёga
Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hefur verið við loðnuleit á Grænlandssundi síðustu daga. Samkvæmt leyfi frá Hafrannsóknastofnun hefur skipið heimild til að taka sýni með flotvörpu innan íslensku lögsögunnar en áður höfðu veiðar með nót verið reyndar en loðnan reyndist standa of djúpt til að slíkar veiðar skiluðu árangri. Polar Amaroq er búið að skanna um 400 fermílna svæði og segir Geir Zoëga skipstjóri að mikla loðnu sé að sjá. „Hér lóðar víða á mikla loðnu og það er mikið líf á svæðinu. Hér sjáum við oft tugi eða jafnvel hundruð hnúfubaka og þeir voru til vandræða þegar við vorum að kasta nótinni. Við erum nýbúnir að taka eins og hálfs tíma hol og fengum þá yfir 200 tonn af stórri og fallegri loðnu. Að mínu mati lítur þetta ágætlega út allt saman og við munum halda áfram að kanna svæðið en nú erum við staddir um 15 mílur frá grænlensku lögsögunni.“Það hefur lóðað á mikla loðnu hjá Polar Amaroq. Ljósm. Geir ZoёgaÞað hefur lóðað á mikla loðnu hjá Polar Amaroq. Ljósm. Geir Zoёga