Friðrik Ómar var einn þeirra sem hélt uppi stuðinu á starfsmannahátíðinni. Ljósm. Guðlaugur B. BirgissonFriðrik Ómar var einn þeirra sem hélt uppi stuðinu á starfsmannahátíðinni. Ljósm. Guðlaugur B. BirgissonStarfsmannahátíð Síldarvinnslunnar var haldin í íþróttahúsinu í Neskaupstað sl. laugardag. Alls voru hátíðargestir um 400 talsins; starfsmenn Síldarvinnslunnar og makar þeirra ásamt boðsgestum. Skemmst frá að segja heppnaðist hátíðin afar vel. Skemmtiatriðin voru fyrsta flokks og matur og drykkur ekki af lakara taginu. Að loknu borðhaldi var dansað fram á rauðanótt og ríkti fjör og gleði allt til loka. Það var Hljóðkerfaleiga Austurlands sem sá um framkvæmd hátíðarinnar og verður ekki annað sagt en að verkefnið hafi verið vel af hendi leist; húsið var í hátíðarbúningi, öll þjónusta eins og best verður á kosið og sérhverju verkefni sinnt með fumlausum hætti. Alls munu rúmlega 80 manns hafa komið að undirbúningi og framkvæmd starfsmannahátíðarinnar.   
 
Guðlaugur B. Birgisson tók myndir á hátíðinni og nokkrar þeirra verða birtar á fésbókarsíðu Síldarvinnslunnar.