Annir í höfninni    Ljósm. Anna Margrét SigurðardóttirAllir sem til þekkja gera sér grein fyrir að umsvifin í
Norðfjarðarhöfn og starfsemi Síldarvinnslunnar mynda eina samofna heild. 
Starfsemi Síldarvinnslunnar skapar mikla
umferð um höfnina og gerir það að verkum að Norðfjarðarhöfn er önnur af tveimur
stærstu fiskihöfnum landsins.
  Í þessu
sambandi er rétt að geta þess að í Neskaupstað rekur Síldarvinnslan stærstu
frystigeymslur á landinu sem rúma 20 þúsund tonn.

Tekjurnar af Norðfjarðarhöfn vega þungt hjá Fjarðabyggðarhöfnum
og eiga sinn þátt í því að hafnarsjóður Fjarðabyggðar er annar öflugasti hafnarsjóður
landsins.