Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og ráðgjöf sér um ráðningarferlið fyrir hönd Síldarvinnslunnar. Móttaka umsókna fór fram í gegnum umsóknarvefinn Alfreð og rann umsóknarfrestur út 28.júní. Mikil áhugi var á störfunum og bárust fjölmargar umsóknir í bæði störfin. Nú er boltinn hjá Attentus að vinna úr umsóknum og meta umsækjendur út frá þeim menntunar- og hæfniskröfum sem voru settar fram.  Þegar búið er að vinna umsóknirnar verða valdir umsækjendur boðaðir í viðtal.  Reikna má með því að ráðningarferlið taki 3-4 vikur.
 
Heimasíðan ræddi við Hákon Ernuson starfsmannastjóra. „Við ákváðum að leita aðstoðar utanaðkomandi aðila við ráðningaferlið. Það var ekki síst gert vegna þess að við reiknuðum með því að margar umsóknir yrðu frá einstaklingum búsettum í nærumhverfinu sem við hefðum persónulega tengingu við. Með því að fá aðstoð óháðs aðila tryggjum við að allar umsóknir eru rýndar og metnar á sama grunni. Áhugi á störfunum var mikill og bárust yfir 50 umsóknir í þessi tvö störf. „