Næstkomandi fimmtudag og föstudag heldur starfsfólk Síldarvinnslunnar og dótturfyrirtækja ásamt mökum og gestum í árshátíðarferð til Póllands. Hópurinn mun gista í Gdansk og verður árshátíðin laugardagskvöldið 29. október á Plenum. Fyrir utan árshátíðina munu þátttakendur nýta dvölina í Póllandi til að skoða sig um og njóta ánægjulegrar samveru. Á það skal minnt að föstudagskvöldið 28. október verður boðið upp á gleðskap á skemmtistaðnum Roof Top by Sassy.
Hér fylgja nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðalangana:
- Brottför flugs frá Egilssöðum báða dagana verður kl. 10.45.
- Þeir sem koma til Egilsstaðaflugvallar á eigin bílum skulu mæta tveimur tímum fyrir brottför.
- Brottför rútu frá Neskaupstað báða dagana verður kl. 8.15 frá planinu við kirkjugarðinn. Fólk verður einnig tekið upp hjá Við lækinn og Sigga Nobb.
- Brottför rútu frá Seyðisfirði báða dagana verður kl. 8.30 frá Herðubreiðarplaninu.
- Við heimkomu verður boðið upp á rútuferðir frá Egilsstaðaflugvelli til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar.
- Brottför flugs frá Keflavík á föstudeginum verður kl. 10.15. farþegar skulu vera mættir til innritunar tveimur tímum fyrir brottför.
- Allir þurfa að muna að taka með ferðagögn og vegabréf.
- Frekari hagnýtar upplýsingar má finna á www.gdansk.is.
Góða ferð og góða skemmtun.