Dansbyltingin Milljarður rís hefur verið árleg síðustu árin. Hér er dansað í íþróttahúsinu í Neskaupstað.Dansbyltingin Milljarður rís hefur verið árleg síðustu árin.
Hér er dansað í íþróttahúsinu í Neskaupstað.
Milljarður rís er alþjóðleg dansbylting og er dansað fyrir réttlæti og heimi þar sem allir fá að njóta jafnra tækifæra án ótta við ofbeldi. Milljarður rís fer nú fram sjötta árið í röð og ætlar fólk að koma saman og dansa og sýna samstöðu. Í fyrra dönsuðu um 4.000 manns á Íslandi og þá var dansað í Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupstað, Höfn, Egilsstöðum, Hvammstanga og Borgarnesi. Í ár verður sérstaklega dansað með ofbeldi gegn konum í huga og lögð áhersla á að það verði ekki liðið lengur. UN Women á Íslandi hvetur alla til þátttöku í dansinum.
 
Hér er vakin athygli á þessum viðburði og starfsfólk Síldarvinnslunnar hvatt til þátttöku ef það á tök á. Í Neskaupstað verður dansað í íþróttahúsinu föstudaginn 16. mars kl. 12.30. Höfum í huga að það er gott að dansa.