hh-logoKl. 10 í fyrramálið verður boðið upp á Mindfulness-fyrirlestur fyrir starfsfólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Fyrirlesturinn mun fara fram á Hótel Hildibrand og mun hann taka eina og hálfa klukkustund. Það er Hamingjuhúsið sem annast fyrirlesturinn en fyrirlesari verður Ásdís Olsen sem hefur sérhæft sig í að fræða um Mindfulness á vinnustöðum.
 
Mindfulness er áhrifarík og hagnýt leið til að hlúa að mannauðnum og styrkja hann, bæta starfsanda og auka árangur fyrirtækja. Fyrir einstaklinga er helsti ávinningurinn af Mindfulness aukin jákvæðni, vellíðan, bætt samskiptahæfni, aukin einbeiting og ríkari hugmyndaauðgi. Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa tekið Mindfulness í þjónustu sína.
 
Nánari upplýsingar: www.hamingjuhusid.is