Vígsla minningareitsins fer fram 25.ágúst nk. Ljósm. Hlynur Sveinsson

Eins og áður hefur verið fjallað um hér á heimasíðunni hefur í sumar verið unnið að gerð minningareits á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Minningareiturinn er helgaður þeim sem látist hafa í störfum fyrir Síldarvinnsluna.

Nú eru framkvæmdir við reitinn á lokastigi og er ráðgert að vígja hann fimmtudaginn 25. ágúst nk. Ekki verður þó öllum framkvæmdum á svæðinu lokið þegar vígslan fer fram því neðan við grunninn verður gerð bryggja þar sem unnt verður að njóta útsýnis yfir Norðfjörð og mun smíði hennar ekki hefjast fyrr en eftir vígsluna.

Allir verða velkomnir á vígsluathöfnina en dagskrá hennar verður birt síðar. Þá er einnig rágert að streyma frá athöfninni.

Uppdráttur af svæðinu sem minningareiturinn er á.  Á uppdrættinum sést bryggjan sem koma mun neðan við reitinn