Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK og Bjarni Ólafsson AK í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonKolmunnaveiðin í færeysku lögsögunni gengur misjafnlega hjá íslensku skipunum. Þau toga gjarnan lengi eða allt upp í 18 tíma en afar misjafnt er hverju togin skila. Börkur NK hóf veiðar í gær eftir að hafa landað fullfermi á Seyðisfirði og byrjaði veiðiferðin vel. Í fyrsta holi fékk hann 500 tonn eftir að hafa einungis togað í 8 tíma og er það meiri afli en almennt gerist hjá skipunum undanfarna daga.
 
Síðustu skipin sem komu til löndunar hjá verksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði lönduðu í gær og í fyrradag. Bjarni Ólafsson AK landaði 1.750 tonnum í Neskaupstað í fyrradag og pólska skipið Janus landaði 1.650 tonnum á Seyðisfirði í gær.