Á annan tug skipa eru nú við veiðar á laxsíld vestur af Vestmannaeyjum og eru skipin að fá misjafnt.  Birtingur NK er væntanlegur til Norðfjarðar í kvöld með um 600 tonn af laxsíld sem fer í bræðslu.
Börkur Nk er væntanlegur til Norðfjarðar í fyrramálið með um 1.000 tonn af kolmunna sem skipið fékk á kolmunnamiðunum við Færeyjar.
Margrét EA alndar um 1.400 tonnum af síld sem skipið fékk á síldarmiðunum í Breiðafirði.  Þá er Súlan EA væntanleg til Norðfjarðar með fullfermi af síld af sömu miðum.  Afli Margrétar EA fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og afli Súlunnar EA fer til bræðslu.

Barði NK landar frystum afurðum í dag á Norðfirði að verðmæti um 70 milljónir.  Barði NK heldur aftur til veiða kl. 12:00 mánudaginn 2. febrúar.
Bjartur NK landar einnig í dag um 70 tonnum af ísfiski og er uppistaða aflans þorskur.  Bjartur NK heldur aftur til veiða á morgun 30. janúar.